Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 34
32 FRÁ BIRNINGI, GEIRM., HLAÐG. OG STIGANDA
manna. Eg heiti Stígandi og er faðir minn prestur
á Suðurlandi; á hann auk mín eina dóttur barna, er
Hlaðgerður heitir. Svo bar við fyrir hér um bil hálfu
öðru ári síðan, að við systkinin vorum tvö ein á ferð
frá kirkju; skall á okkur dimm þoka, en við skröf-
uðum hátt og vorum kát, eins og ungu fólki er títt.
Þá var eg átján ára gamall, en systir mín sextán.
Vissum við ekki fyrri til en tveir menn, báðir á
brúnum hestum, riðu fram fyrir okkur, gripu um
taumana á hestum okkar og stöðvuðu þá. Þá sagði
sá, sem hélt hesti systur minnar: »Dreptu strákinn;
við ráðum þá betur við stelpukindina’. En þá hróp-
aði systir mín: ,Ef þið ætlið að drepa hann bróður
minn, þá drepið þið mig líka’. Þegar þeir heyrðu að
við vorum systkin, sögðust þeir ekki ætla að drepa
mig, ef hún fylgdi þeim mótstöðulaust. Gekk systir
mín að þeim kostum, af því að ekki varð hjá því
komizt. Svo bundu þeir okkur á hestana, teymdu þá
með sér og fóru eins hart og þeir komust. Héldu þeir
áfram dagfari og náttfari og höfðum við systkin
ekkert hugboð um, hvert við fórum. Að lokum kom-
um við í þenna afdal, að hýbýlum útilegumannanna.
Þeir eru bræður og búa skammt héðan í rúmgóðum
helli, sem þeir hafa hlaðið innan og gert allvistleg-
an; búa engir aðrir menn hér í nágrenni, og enga
aðkomumenn hef eg séð hér í dalnum nema ykkur.
Eg var þegar látinn taka við fjárgeymslu, en systir
mín er heima hjá þeim bræðrum og á í vök að verj-
ast, því að báðir falast þeir eftir ástum hennar; er
það þó einkum eldri bróðirinn, sem vill að hún gangi
sér í konu stað, en hún hefur varizt með ýmsum
brögðum. En nú mun það ekki duga til lengdar, því
að hótað hafa þeir henni pintingum, ef hún láti sér