Gríma - 15.03.1931, Síða 38

Gríma - 15.03.1931, Síða 38
36 FEA BIENINGI, GEIEM., HLAÐG. OG STIGANDA til verka. Báru þau frá allt lauslegt úr rúmi Hlað- gerðar og fóru svo að losa hellurnar með allri gætni; gekk þeim vel með þá fyrri, en svo óheppilega gekk þeim með þá síðari, þegar þau lögðu hana frá sér, að Hlaðgerður missti of fljótt sinn enda, svo að nokkurt hark varð, þegar hellan féll. Þá vöknuðu þeir bræður og spurðu, hvað á gengi. Hlaðgerður kallaði þá eins og í ofboði: »Hjálpið þið mér! Það er einhver að draga mig úr rúminu«. útilegumenn- irnir stukku þá á fætur og æddu fram eftir hellin- um; var sá eldri á undan og skálmaði beint á gjár- opið og hvarf þar niður, en sá yngri hikaði við lítið eitt á gjárbarminum, þótt eigi sæi hann neitt í myrkrinu. Þá laumaðist Geirmundur að honum og hratt honum snögglega áfram, svo að hann steyptist niður á eftir bróður sínum. Þótt gjáin væri alldjúp, sakaði þá ekki til muna vegna mosans, sem í botnin- um var. Sáu þeir nú, að þeir höfðu verið ginntir í gildru og trylltust af reiði. »Þú Stígandi«, kölluðu þeir, »armi níðingur og eiðrofi! Betur að við hefðum molað á þér bölvaðan hausinn en að treysta á eið þinn! En þessa skal verða hefnt á þér eftirminni- lega!« »Hér er enginn Stígandi«, svaraði Geirmund- ur; »hann er saklaus að þessu bragði, en eg var að launa ykkur alla fyrirhöfnina fyrir sauðum föður míns, og skal gera það enn betur«. Síðan sótti Hlað- gerður tinnu og stál og kveikti ljós. Lögðu þau hell- urnar aftur yfir gjáropið og grjót þar ofan á, svo að óhætt var um að fangarnir slyppu ekki. Voru þau Hlaðgerður og Geirmundur hin kátustu það sem eftir var nætur og spjölluðu margt. Geirmundur var að eðlisfari glaðlyndur og fynndinn og Hlaðgerður hafði aldrei litið glaðan dag í hálft annað ár, hvað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.