Gríma - 15.03.1931, Page 41

Gríma - 15.03.1931, Page 41
FRÁ BIRNINGI, GEIRM., HLAÐG. OG STÍGANDA 39 aði og teknir af lífi, en máli þeirra systkina skotið til alþingis. Fyrir tilstilli sýslumanns voru þau þar dæmd sýkn og frjáls, þar sem þau höfðu nauðug dvalið með útilegumönnunum og ekki tekið neinn þátt í illverkum þeirra. Með fé útilegumannanna var þannig farið, að þýfi var skilað og rán rétt, svo sem til náðist, sumt féll undir konung, en nokkru voru þau systkin látin halda, svo sem til bóta fyrir yfir- gang útilegumannanna við þau. Síðla sumars riðu systkinin suður um land til að finna foreldra sína. Var þeim þar fagnað svo sem heimtum úr trölla höndum. Um haustið hurfu þau aftur og voru þá haldin brúðkaup þeirra Hlaðgerðar og Geirmundar, Þórleifar og Stíganda. Fóru þau að búa vorið eftir á góðum jörðum þar í sveit, en Birn- ingur tók við föðurleifð sinni og kvæntist skömmu síðar dóttur sýslumannsins. Sumir segja, að Geirmundur og Stígandi hafi nokkrum árum síðar flutzt búferlum í dal útilegu- mannanna, vegna hinna ágætu landkosta, er þar voru; hafi þeir búið þar til elli og farnast vel. Skal látið ósagt, hvort sögusögn þessi muni vera sönn eða ekki, en hafi þeir búið þar, þá er byggð sú löngu komin í eyði vegna eldgosa eða annara orsaka.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.