Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 42

Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 42
40 HELGA KARLSDÓTTIR 9. Sagan af Helgn karlsddttur. (Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar). Einu sinni var karl og kerling í koti. Þau áttu þrjár dætur, sem hétu Ása, Signý og Helga. Tvær hinar eldri voru hinar mestu státsmeyjar og bárust mikið á; bjuggust þær á hverjum degi við tignum og ríkum biðlum, en sammála voru þær um það, að óhætt væri að hryggbrjóta nokkra þá fyrstu sér til gamans, — nógir mundu samt bjóðast, þegar þar að kæmi. Helga var þeirra yngst og var höfð út undan, var látin vinna verstu stritverkin á heimilinu og klæðast slitnum görmum af systrum sínum; en hverjum þeim, sem sá þær systur, blandaðist ekki hugur um það, að Helga var þeirra fegurst og gervi- legust. Það datt þeim systrum hennar sízt í hug og sjálf vissi hún það ekki heldur. Einn morgun var Ása að sækja sér þvottavatn i brunninn. Þá sá hún allt í einu undurfagra kven- mannsásjónu speglast í vatninu; horfði hún hug- fangin á hana um stund og mælti við sjálfa sig: »Þess vildi eg óska, að eg væri svona fríð«. Þá leit hún upp aftur og sá hjá sér standa konu eina fagra og tígulega. »Vildir þú vera svona fríð?« spurði kon- an. »Já«, svaraði Ása, »eg vildi allt til þess vinna«. »Þá skaltu koma með mér«, sagði konan, »en þú verður þá líka að gera allt sem eg bið þig«. Ása játti því, og þá leiddi konan hana með sér út í skóg; gengu þær nokkra stund, þangað til þær komu að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.