Gríma - 15.03.1931, Blaðsíða 42
40
HELGA KARLSDÓTTIR
9.
Sagan af Helgn karlsddttur.
(Eftir handriti Baldvins Jónatanssonar).
Einu sinni var karl og kerling í koti. Þau áttu
þrjár dætur, sem hétu Ása, Signý og Helga. Tvær
hinar eldri voru hinar mestu státsmeyjar og bárust
mikið á; bjuggust þær á hverjum degi við tignum
og ríkum biðlum, en sammála voru þær um það, að
óhætt væri að hryggbrjóta nokkra þá fyrstu sér til
gamans, — nógir mundu samt bjóðast, þegar þar að
kæmi. Helga var þeirra yngst og var höfð út undan,
var látin vinna verstu stritverkin á heimilinu og
klæðast slitnum görmum af systrum sínum; en
hverjum þeim, sem sá þær systur, blandaðist ekki
hugur um það, að Helga var þeirra fegurst og gervi-
legust. Það datt þeim systrum hennar sízt í hug og
sjálf vissi hún það ekki heldur.
Einn morgun var Ása að sækja sér þvottavatn i
brunninn. Þá sá hún allt í einu undurfagra kven-
mannsásjónu speglast í vatninu; horfði hún hug-
fangin á hana um stund og mælti við sjálfa sig:
»Þess vildi eg óska, að eg væri svona fríð«. Þá leit
hún upp aftur og sá hjá sér standa konu eina fagra
og tígulega. »Vildir þú vera svona fríð?« spurði kon-
an. »Já«, svaraði Ása, »eg vildi allt til þess vinna«.
»Þá skaltu koma með mér«, sagði konan, »en þú
verður þá líka að gera allt sem eg bið þig«. Ása játti
því, og þá leiddi konan hana með sér út í skóg;
gengu þær nokkra stund, þangað til þær komu að