Gríma - 15.03.1931, Side 44

Gríma - 15.03.1931, Side 44
42 HELGA KARLSDÓTTIR semar, sem færu henni svo vel, að hún yrði fegursta brúður, sem sézt hefði á landi hér. — Signý öfund- aði systur sína rnjög og einsetti sér að ná fundi kon- unnar tígulegu, ef unnt væri. Fór hún einn morgun út að brunninum til þess að sækja þvottavatn og sá þá í vatninu hina sömu yndisfögru kvenmannsá- sjónu, sem Ása hafði séð. Er ekki að orðlengja það, að það fór allt á sömu leið um hana eins og Ásu, að hún fór með konunni í hólinn, ónýtti vefinn, mjólk- aði kýrnar og rak kvikindin í burtu, þegar þau ætl- uðu að sleikja froðuna ofan af fötunni. Konan hafði hin sömu orð og áður um verk hennar, gaf henni kistil bláan og sagði henni, að hún mætti ekki opna hann fyrr en á brúðkaupsdegi sínum. Signý kvaddi konuna og kom heim hin kátasta. Voru þær eldri systurnar tvær í sjöunda himni yfir kistlum sínum og létu þau tíðindi berast, að í þeim mundu vera hinir dýrustu gripir, gull og gersemar. Fréttist þetta víða og urðu margir til að leita ráðahags við þær, en þær voru vandlátar í vali og hryggbrutu marga. Að síðustu tóku þær tveimur ríkismannasonum og stóð nú ósköp til fyrir þeim. Það er af Helgu að segja, að hún var alltaf látin vera sama olnbogabarnið, og auk þess voru systur hennar að gabba hana og stríða henni á því, að ekki ætti hún neinn kistilinn og aldrei mundi nokkur ær- legur maður verða svo heimskur að biðja hennar. Helga bar þetta með mestu þolinmæði og anzaði því engu orði. Svo var það einn dag, að hún var að sækja vatn í brunninn. Þegar hún laut niður eftir brunnfötunni, sá hún allt í einu í vatninu hina sömu ásjónu, sem systur hennar höfðu séð áður. Helga horfði með aðdáun á hana drykklanga stund, en þá

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.