Gríma - 15.03.1931, Page 47

Gríma - 15.03.1931, Page 47
HELGA KARLSDÓTTIR 45 lét sér hægt um. Opnuðu þær systur allar kistla sína í sama mund, og skein eftirvæntingin og forvitnin af hverju andliti. Upp úr kistlum eldri systranna spruttu eiturnöðrur, sem stukku upp í andlit þeirra og bitu þær í nefin, svo að þær hljóðuðu upp; blésu nef þeirra og andlit upp og urðu þær á stuttri stund svo ferlegar ásýndum, að festarmenn þeirra fylltust ótta og viðbjóði, stukku burtu án þess að kveðja og létu ekki sjá sig framar. En í kistli Helgu var hinn dýrasti kyrtill, alsettur gimsteinum og perlum, svo að Ijómaði af skrautinu; auk þess var í honum all- mikið fé í gulli og silfri. Þegar Helga klæddist kyrtl- inum, var hún svo fögur ásýndum, að allir féllu í stafi og þóttust aldrei slíka brúði séð hafa. Var sleg- ið upp hinni veglegustu veizlu og að því búnu fór hún heim með manni sínum. — Unnust þau vel og lengi, urðu hinar mestu gæfumanneskjur og þjóð- fræg fyrir rausn og góðgerðasemi. En það er af þeim systrum, Ásu og Signýju, að segja, að þær voru jafn-ófríðar alla æfi, svo að enginn lifandi maður vildi líta við þeim. Tóku þær sér það mjög nærri og versnaði skap þeirra því meir sem þær elt- ust. Lentu þær í mesta basli og bágindum og hefðu vafalaust lognast út af vegna skorts og vanþrifa, ef Helga systir þeirra hefði ekki jafnan bætt úr brýn- ustu þörfum þeirra. Lýkur svo sögu þessari.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.