Gríma - 15.03.1931, Page 50
48
HNÍFAPÖRIN
farið af stað til kirkjunnar, var Sigga mjög dauf og
grátbólgin, en húsfreyja lék á als oddi og fór að
þrífa bæinn. Þegar leið á kvöldið, kallar húsfreyja
á nöfnu sína og segir: »Guð hjálpi mér! Vantar mig
þá ekki öll hnífapörin mín tólf að tölu. Eg gleymdi
þeim, eftir á að hyggja, um daginn uppi í beitar-
húsunum. Sæktu þau nú góða nafna. Þú mátt ríða á
honum Rauð mínum, og þá verður þú enga stund«.
»Nú ertu að senda mig forsendingu«, segir Sigga.
»Nei«, segir húsfreyja, »það geri eg aldrei. Pörin
eru rétt innan við dyrnar á hyllu, sem er þar. Eg
skal leggja á hann Rauð«. Síðan gengur hún út og
söðlar Rauð sinn, en Sigga snarast í söðulinn, ríður
á húsin, fer inn í dyrnar og þreifar á hyllunni, en
finnur ekkert. Snarast hún þá inn í húsið, en þá
vill svo undarlega til, að mikilli birtu slær í augu
henni og hún missir dyranna, en sér nú að hún er
komin í þiljað hús með tólf uppbúnum rúmum. Þar
næst sér hún tólf menn koma inn og leiddi hver
þeirra stúlku við hlið sér, nema einn, og bar sá langt
af hinum. Þeir, sem stúlkurnar leiddu, háttuðu ofan
í rúm með stúlkum sínum, en sá tólfti segir við
Siggu: »Hátta þú nú hjá mér, Sigríður mín«. Hún
anzaði engu. Hann biður hana hins sama aftur. Þá
gat hún ekki lengur staðizt freisti'nguna, því að
henni leizt vel á manninn. Fleygir hún af sér skón-
um, stígur upp í rúmið, leggst fyrir ofan manninn
og er þegar steinsofnuð. Þegar Sigga vaknar um
morguninn, er rekkjunautur hennar klæddur og býð-
ur henni góðan daginn. »Nú getur þú farið heim«,
segir hann, »því að Rauður bíður söðlaður«. Hún
klæðist skjótt og leiðir hann hana fram í fjárhúsið.
Sér þá Sigríður þar aðeins klett að baki sér, sem