Gríma - 15.03.1931, Qupperneq 52
50 KOLLI OG SVANHVÍT
11.
Kolli og Svanhvit.
(Handrit Þorsteins M. Jónssonar, eftir sögn Péturs Björg-
vins Jónssonar 1902).
Einu sinni voru hjón, er bjuggu innarlega í dal
einum, langt frá öðrum mannabyggðum. Þau áttu
tvö börn. Þau voru vel megandi og höfðu margt
vinnufólk. Eitt sinn er barið að dyrum á bæ þeirra,
og gengur bóndi fram fyrir. Fyrir dyrum stendur
maður, lágur vexti og ískyggilegur. Sá heilsar bónda
og beiðist næturgistingar. Bóndi segir hana heimila
og spyr komumann að nafni. »Ég heiti Kolli«, svar-
ar hann. Síðan fylgir bóndi honum til baðstofu. Lízt
fólkinu mjög illa á hinn ókunna mann, en börnin
eru hrædd við hann. Nokkru seinna er aftur barið
og fer bóndi til dyra. Sér hann stúlku standa fyrir
dyrum, fagra ásýndum og góðmannlega. Hún heilsar
bónda og beiðist gistingar. Bóndi biður hana vel-
komna og spyr að nafni. »Ég heiti Svanhvít«, segir
hún. Bóndi fylgir henni inn til baðstofu og lízt öll-
um vel á hana, en menn sjá að Kolla bregður undar-
lega við, er hann sér hana. Bóndi var vanur að lesa
kveldlestur. Þetta kveld, þegar á að fara að lesa,
hverfur Kolli og kemur eigi aftur fyr en lestri er
lokið. Um morguninn, þá er bóndi kemur á flakk,
gengur hann út; honum finnst sem bærinn sé að
sökkva. Gengur hann inn og segir fólkinu frá þessu.
Var þá Kolii horfinn og þóttust menn vita, að það
væri af hans völdum. Var farið að leita hans og sjá