Gríma - 15.03.1931, Síða 53
VöLUDYSIN í LEYNINGSHÓLUM 5Í
menn að hann er að bæjarbaki og er að tauta eitt-
hvað. Svanhvít gengur að honum og spyr, hvað hann
sé að gera. Kippist hann þá við. Les hún siðan yfir
honum, þar til er hann fer að sökkva ofan í jörðina;
sér seinast í iljar honum, og setur hún þar kross-
rnark yfir. Gengur hún síðan til bónda og segir, að
hann sé laus við þennan ófögnuð, »og er það guð-
rækni þinni að þakka, því að þetta var djöfullinn
sjálfur, og var ég send af guði til að frelsa þig og
fólk þitt«. Sló síðan bjarma utan um hana og hún
leið upp í loftið. Þakkaði bóndi guði frelsunina. Var
prestur síðan fenginn til að vígja bæinn, og varð
eigi vart við kölska þar síðan.
12.
Vðlndfsin í leyningshðlnm.
(Handrit Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði).
Skammt frá vatni því, sem kallað er Tjarnargerð-
isvatn í Leyningshólum í Eyjafirði, er dys ein forn.
Mælt er að vala nokkur hafi verið dysjuð þar í forn-
öld. Steinn mikill liggur á dysinni og er hann höggv-
inn rúnum eða öðru letri, sem reynt hefur verið að
lesa, en ekki tekizt, enda er steinninn brotinn og
letrið máð. Sagt er að smalamaður frá Leyningi hafi
skemmt steininn og brotið hann allan. Nóttina eftir
hafði hann dreymt völuna. Var hún hin reiðasta og
lagði það á hann, að upp frá þessu skyldi hann verða
hinn mesti ólánsmaður, og á sömu leið skyldi fara
4*