Gríma - 15.03.1931, Page 54

Gríma - 15.03.1931, Page 54
52 HELLIR BÁRÐAR SNÆFELLSÁSS fyrir hverjum þeim, er yrði svo djarfur að róta við dysinni. Álögur þessar þóttu rætast, því að smala- maður þessi varð hinn mesti ólánsræfill og dó að lokum á vergangi. Síðan hafa engir þorað að róta við dysinni, og hefur þó marga fýst að grafa í hana og vita, hvað hún hefur að geyma. 13. Hellir Bárðar Snæfellsáss. (Eftir handriti Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði. Ritað eftir gömlum munnmælum). í sögu Bárðar Snæfellsáss er sagt frá því, er hann drap bróðursonu sína tvo, Rauðfeld og Sölva, en glímdi við Þorkel bróður sinn og lærbraut hann. Eft- ir þá atburði gerðist Bárður mjög einrænn og skap- illur og vildi eigi búa með öðrum mönnum; gaf hann vinum sínum lönd sín og bú, en hvarf sjálfur í jökla. Byggði hann þar helli mikinn og vissu menn ógerla hvar hann var. Er mælt að Bárður flytti þangað gull mikið. — Bárður var fjölkunnugur og fullur forn- eskju; hafði hann lært þær listir af Dofra fóstra sín- um í Noregi. Hétu menn oft á hann til fulltingis sér, þegar vandræði eða mannraunir voru fyrir höndum og gáfust áheit þau jafnan vel; leysti hann margan mann frá vandræðum og það jafnt eftir þann tíma, er búast mátti við að hann væri látinn fyrir löngu. Fýsti engan að bekkjast til við Bárð að nauðsynja- lausu, enda hefndi hann sín þá svo að um munaði; höfðu menn beig af honum víðsvegar um land. En

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.