Gríma - 15.03.1931, Page 65
HVÍTKLÆDDA STÚLKAN 68
dag í góðu veðri, að hann stóð yfir sauðunum í mýri,
sem er neðan við beitarhúsin; var lítill snjór á jörðu
og því hættara við að sauðirnir rásuðu burtu, svo
að hann þorði ekki að fara frá þeim. Þá sótti Jón
svefnhöfgi svo mikill, að hann hallaði sér upp að
þúfu og blundaði; lá hann þar um stund svo sem
milli svefns og vöku. Sá hann þá hvítklæddu stúlk-
una koma gangandi til sín; gekk hún hægt að hon-
um, laut niður og tók utan um annan fótinn á hon-
um, en hann gat sig þá hvergi hrært. Síðan hvarf
stúlkan aftur, en Jón reis upp og fór að ganga í
kringum sauðina. Ekki leið á löngu, áður en bliku
dró í loftið og fór að hríða, svo að Jón rak sauðina
saman og hýsti þá í fyrra lagi. Náði hann heim um
kvöldið rétt áður en iðulaus stórhríð skall saman. —
Ekki var Jón í nokkrum vafa um það, að hvítklædda
stúlkan hafi ætlað að vara hann við yfirvofandi ill-
viðri og verið að herða á honum að flýta sér, svo að
hann drægi undan. Aldrei varð hann stúlkunnar var
eftir þetta.
Fyrr á öldum voru nokkrir bæir í Þegjandadal;
hafa sumir talið, að þeir hafi verið sjö, en lagzt í
eyði í svartadauða og stóru-bólu; ganga litlar sögur
af þeim. — Svo segir Jón Sæmundsson, að hann
hafi heyrt að fyrir allmörgum árum hafi stúlka
nokkur orðið úti skammt frá beitarhúsunum. Liggur
nærri að telja hana valda að þeim atburðum, sem
hér hefur verið sagt frá, en þó er ekki hægt að benda
á nein ákveðin líkindi til þess.