Gríma - 15.03.1931, Page 66

Gríma - 15.03.1931, Page 66
Ö4 DEUKKNUN JÓNINU FEA BASSASTÖÐUM 16. Drukknnn Júnínu irá Bassastfiðum. (Eftir handriti Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði. Sögn Jóns Jónssonar Strandfjelds). Á Bassastöðum við Steingrímsfjörð bjó bóndi sá, er Jón hét og var Jónsson. Kbna hans var Guðbjörg Jónsdóttir prests Bjarnasonar frá Tröllatungu. Áttu þau nokkur börn. Eitt þeirra var stúlka, er Jónína hét og var hún á sautjánda ári, þegar atburður sá gerðist, er nú skal greina. Jónína hafði verið send á grasafjall, ásamt fleiri stúlkum. Var liðið nokkuð fram eftir vori, svo að farið var að verja tún fyrir ágangi. Eina nótt, þeg- ar stúlkurnar voru á grasafjallinu, gekk Guðbjörg móðir Jónínu út, til þess að líta eftir túninu. Þegar hún kom fram á hlaðið, sá hún hvar Jónína dóttir hennar kom neðan hlaðvarpann og virtist koma frá læk, er rann í gili þar skammt frá; var hún öll renn- vot, svo að henni virtist vatn drjúpa af fötum henn- ar. Datt Guðbjörgu í hug að Jónína hefði dottið í lækinn. Gekk hún á móti henni fram varpann. En þegar þær mæðgur voru í þann veginn að mætast, hrasaði Guðbjörg og leit niður fyrir sig, en er hún leit upp aftur, sá hún stúlkuna hvergi. Þóttist nú Guðbjörg sjá, að þetta var ekki einleikið, flýtti sér inn í baðstofuna, vakti Jón bónda sinn og sagði hon- um frá sýn þessari; bað hún hann að fara þegar á grasafjallið og vitja um stúlkurnar. Tók Jón því

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.