Gríma - 15.03.1931, Page 68

Gríma - 15.03.1931, Page 68
66 BESSI 17. Bessi. (Handrit Hannesar Jónssonar í Hleiðargarði. Sögn Jóns Jónssonar Strandfjelds). Bessi hefur draugur heitið á Vesturlandi. Sagt er, að í fyrstu hafi hann uppvakinn verið og magnaður í Arnarfjarðardölum. Fylgdi hann ætt þeirri, er kölluð er Kollafjarðarætt. Víða gerði Bessi gletting- ar og jafnvel sagt, að hann hafi stytt aldur einum eða tveimur mönnum í Steingrímsfirði; oft drap hann og fé fyrir mönnum. Fólk var yfirleitt hrætt við Bessa, því að jafnan var hann illur viðskiftis og hafði það til, þegar svo lá á honum, að ríða húsum svo óþyrmilega, að brakaði í hverju tré; kom þá vanalega einhver af Kollafjarðarætt daginn eftir. Um þær mundir, sem Bessi var á bezta skeiði, var prestur að Tröllatungu við Steingrímsfjörð séra Kjálmar Þorsteinsson (1775—1798, f 1819). Þá bar svo við eitt sinn, að prestur reið eitthvað út í Tungu- sveit erinda sinna. Á heimleið um kvöldið var hon- um boðin fylgd á Kirkjubóli, en prestur kvað það með öllu óþarft; fara mundi hann sinna ferða fyrir Bessa, — og kvað um leið vísu þessa: Enginn Bessi mætir mér né mínum ferðum tálmar; hann gerir það varla að gamni sér að glettast við séra Hjálmar. Hélt prestur áfram ferð sinni og bar ekkert til tíðinda fyr en hann kom að Miðdalsá. Var Bessi þar

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.