Gríma - 15.03.1931, Side 73

Gríma - 15.03.1931, Side 73
HVARF SNORRA 71 son prestur á Stærra-Árskógi;* hann var andríkur gáfumaður, þótti vera vel að sér í fornum fræðum og nærgætur um margt. Flóvent bóndi brá sér þeg- ar á fund prests, tjáði honum vandræði sín og spurði hann ráða. Var það jafnsnemma, að hann hitti prest og fólk var að koma til kirkju að Stærra-Árskógi. Það var tillaga prests, að hætta við messugjörð, en fá alla þá karlmenn, er komnir voru og leitarfærir voru, til þess að fara og leita drengsins; féllust allir á þetta. Prestur kvaðst sjálfur fara með í leitina, en bað alla að fara gætilega, en að engu óðslega, því að drengurinn mundi finnast aftur. — Síðan var leitin hafin af fjölda manns. Var fyrst leitað upp frá Selárbakka, upp um holt og ása og upp í fjall; var farið út fyrir Kálfskinn og inn undir Hillur, allt niður að sjó. Var allt þetta svæði marg-gengið, svo þétt sem framast þótti þörf á. Leit þessari var haldið áfram allan sunnudaginn í björtu veðri og fram undir morgun á mánudag. Þótti þá vera feng- iii full vissa fyrir því, að á þessu umgetna svæði gæti drengurinn hvergi verið, hvorki dauður né lif- andi; fóru menn að smá-tínast heim til sín og voru orðnir uppgefnir af göngunni. Prestur var enn ekki kominn og vissu menn ógerla, hvað honum leið; höfðu fáir orðið hans varir í leitinni. En á mánu- dagsmorgun, þegar allri leit var hætt, sá einhver þá báða, prest og Snorra, koma lötrandi sunnan og ofan að Selárbakka. Prestur hafði lítið tal af mönnum og litla viðdvöl, en sneri þegar á leið heim til sín út að Stærra-Árskógi. Snorri gekk til bæjar, inn í bað- stofu og að hvílu sinni, lagðist fyrir í öllum fötum * Sjá Jpátt af honum í Grímu I.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.