Gríma - 15.03.1931, Qupperneq 76
74
ÞÓRVEIG SMALASTOLKA
Þá stóð Þórveig upp og gekk á hljóðið; sá hún dyr
á kletti einum og fór þar inn. Kom hún inn í skraut-
legan sal og sá þar margt fólk fagurbúið. Var henni
tekið forkunnar-vel og veittur hinn bezti beini, born-
ir fyrir hana ljúffengir réttir og föt hennar þurrk-
uð; þóttist hún aldrei í slíkt samkvæmi komið hafa
og var þar í hinum mesta fagnaði allt til kvölds, en
ær hennar voru dauðspakar á meðan. Þegar hún fór
að búast til heimferðar um kvöldið, kom til hennar
kona sú, er staðið hafði henni fyrir beina, og mælti:
»Þér er velkomið að koma hingað aftur, stúlka mín;
en þú mátt engum segja að þú hafir hingað komið
og ríður þér það á miklu«. Þórveig lofaði því, þakk-
aði konunni góðan beina og fór heim með ær sínar
eins og vant var; urðu allir hissa á að sjá hana í al-
þurrum fötum eftir aðra eins rigningu og spurðu,
hvernig hún hefði getað skýlt sér um daginn, en hún
varðist allra frétta og þagði. Upp frá þessu fór Þór-
veig að venja komur sínar til huldufólksins í klett-
unum, kom þar á hverjum morgni og var þar allt til
kvölds, því að aldrei hreyfðu ærnar sig, á meðan
hún dvaldi þar; var svo að sjá sem einhver annar
gætti þeirra á meðan. Kunni Þórveig að lokum svo
vel við sig hjá huldufólkinu, að hún vildi þar helzt
vera. — Leið svo ár frá ári.
Þegar Þórveig var orðin gjafvaxta mær, var hún
látin hætta að sitja hjá ánum; tók hún sér nærri að
geta sama sem aldrei heimsótt vinafólk sitt í klett-
unum og langaði einatt þangað. Hún var mjög lag-
leg og gervileg stúlka og hugðu margir ungir menn
til ráðahags, þar sem hún var. Urðu margir efni-
legir og auðugir menn til að biðja hennar, en hún
hafnaði þeim öllum. Þótti foreldrum hennar það