Gríma - 15.03.1931, Side 80

Gríma - 15.03.1931, Side 80
78 BARNAGULLIN 22. Barnagnllin. (Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar frá Hvarfi). Séra Magnús Einarsson var prestur að Tjöm í Svarfaðardal 1769—1794. Hann átti dóttur, er Sig- ríður hét og ólst hún upp heima hjá föður sínum. Þegar hún var á milli fermingar og tvítugs, var hún oft smalastúlka á sumrin; henni var það vel lagið, eins og önnur skepnuhirðing; líka var hún flestum kvenmönnum brattgengari í fjalli. — Það var eitt sinn að kvöldi til, að hún var að leita að ám, sem vantaði. Gekk hún þá alveg upp á egg á fjalli því, sem er fyrir sunnan og ofan Tjörn og Digrihnjúkur heitir. Kom hún þar að stórum steini eða kletti og var dálítil flöt framan við hann, svipuð bæjarhlaði; var þar breiða mikil af kuðungum, skelkussum, hörpudiskum og skeljum; hafði Sigríður aldrei á æfi sinni séð svo fagra gripi af þeirri tegund og með jafn-fáránlegum litum. Hún virti þetta fyrir sér stundarkorn, en snerti á engu, og var það þó freist- ing fyrir hana, því að henni þótti fátt jafnfagurt og ýmsir náttúrugripir, svo sem skeljar, steinar og jurtir. Var hún alveg forviða að sjá gripi þessa uppi á háfjalli, langt frá byggð. Henni datt í hug, að smalar þar í kring hefðu borið þessi leikföng þang- að, en þótti það þó í aðra röndina mjög ólíklegt, þar sem hún vissi, að smalarnir þar í grenndinni komu sjaldan á þessar slóðir. Það var orðið framorðið dags, svo að Sigríður flýtti sér heim aftur og svaf af til morguns. En forvitnin rak hana aftur upp á

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.