Gríma - 15.03.1931, Side 81

Gríma - 15.03.1931, Side 81
HERVÖR 79 f jallið daginn eftir, til þess að vita, hvort barnagull- in væru þar enn með kyrrum kjörum. Þegar hún kom að steininum, var þar ekkert að sjá og sá hún aldrei neitt þvílíkt framar. Sigríður sagði föður sín- um frá þessu og spurði hann, hvernig á þessu mundi standa. »Snertir þú nokkuð á þessu?« spurði hann. Hún neitaði því. »Jæja, það gilti líka einu«, svaraði prestur, og fékk hún ekki annað svar hjá honum. Séra Magnús var maður dulur og lét sjaldan skoðun sína í ljósi um dularfull fyrirbrigði. Saga þessi er höfð eftir Sigríði sjálfri. Hervör. (Eftir handriti Þorsteins Þorkelssonar). Einhverju sinni bjó hreppstjóri á bæ nokkrum. Ekki er getið um nafn hreppstjórans, en húsfreyja hét Hervör. Eitt sinn bar svo við, 3. sunnudag í föstu, að þau voru bæði við messu. Þegar þau voru komin heim um kvöldið og sezt að snæðingi, þá segir húsfreyja við mann sinn: »Hvaða maður eða menn voru það, sem presturinn nefndi í ræðunni í dag, Belsibúb eða Belsibúlarnir?« »Það eru nú hrepp- stjórarnir og sýslumennirnir og aðrir höfðingjar«, svarar bóndi. »Þú ert þá einn Belsibubbinn, hjartað mitt«, segir húsfreyja«. »Svo á það að heita, Her- vör«, segir bóndi, og hefur það síðan verið haft að orðtæki um það, sem tæpt þykir. i

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.