Gríma - 15.03.1931, Side 82

Gríma - 15.03.1931, Side 82
80 SKRÍTLUR 24. Skrítlur. (Úr safni Sigluvíkur-Jónasar). Maður nokkur kom að bæ og var spurður frétta. »Mikil eru tíðindin að austan«, sagði hann; »það rak hval fyrir vestan. ólafur í Viðey er dáinn; það voru ausnar þrjátíu lýsistunnur upp úr hauskúpunni á honum, — það kvað hafa verið mesti maðurinn á landinu.« Maður nokkur, sem var mjög óðamála og varð því oft mismæli, sagði svo frá: »Hann Jón í Laugardal átti barn með honum Jóni í Hækingsdal, allt í mein- urn áfram komið, eins og nærri má geta, hét piltur, var stúlka, hlaut skírn, dó andvana; hét Brandur eftir ömmu sinni á mánudaginn kemur.« Karl einn úr Laxárdal sagði einu sinni kunningja sínum svo frá. »Sú mesta skynsemdarskepna, sem ég hef nokkurntíma átt, það var hún Vídalínspostilla. Ég sundreið einu sinni á henni yfir Laxá, reiddi hana Gránu mína fyrir aftan mig, og var mesta guðs mildi að það blotnaði ekkert blað í henni«. Sami karl sagði frá því, að yfirsetukona, sem siglt hafði til náms og var nýkomin aftur hingað til lands, hefði boðið sér inn og gefið sér kaffi með mikilli viðhöfn, — »og þegar hún rétti mér bakkann, sagði hún: ,Vær saa god’; en ég vildi láta hana heyra að ég skildi dönskuna líka og svaraði: ,Adius’.«

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.