Gríma - 01.09.1938, Síða 5
1.
Þáttur af Bjarna sýslumanni
á Þingeyrum.
[Handrit Oskars Clausens sagnaritara].
Bjarni var sonur Halldórs prests Sigvaldasonar á
Húsafelli og var fæddur 1701. Hann útskrifaðist tví-
tugur úr Skálholtsskóla og sigldi sama árið, en í
Danmörku dvaldi hann ekki nema eitt ár og hvarf
þá heim aftur, eftir að hann hafði tekið próf með
hárri einkunn. — Þegar hann kom heim, varð hann
rektor skólans í Skálholti, og var það óvenjulegt, að
svo ungur maður, aðeins 22 ára gamall, hlyti það
embætti, en rektor var hann í 5 ár. Hann kvæntist
árið 1728 Hólmfríði dóttur Páls lögmanns Vídalíns
og varð sama árið sýslumaður í Húnavatnssýslu og
settist að í Víðidalstungu. — Af Bjarna eru margar
sagnir og merkilegar, og skulu nokkrar þeirra sagðar
hér. —
Bjarna er lýst þannig,’) að hann væri grannvaxinn
og holdlítill fyrst er hann kom til Húnavatnssýslu,
svo að sumum þótti hann svo lítilfjörlegur, að
skömm væri að sjá hann sem yfirvald í dómarasæti,
en þetta breyttist á skömmum tíma. Bjarni var sæl-
H J. S. 322 4to.
1*