Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 72
70
ÞÁTTUR AF ÞJÓFA-GÍSLA
gamall. — Jón bróðir hans var dugandi maður og vel
virtur. Hans synir voru þeir Sigurður á Egilsstöðum,
er þaðan fór til Ameríku, lipurmenni á margan hátt,
og Þorsteinn á Langhúsum, gáfu- og atgervismaður;
hann dó barnlaus og ókvæntur. — Allir afkomendur
Þjófa-Gísla voru mestu ráðvendnismenn. Sjálfur
mun hann hafa látizt gamall á Langhúsum.
Lýkur svo þætti Þjófa-Gísla.
12.
Stjórnarskráin á alþingi 1885.
[Handrit Oscars Clausens].
Á alþingi 1885 varð Ásgeir gamli Einarsson á Þing-
eyrum svo lasburða, að hann treysti sér ekki upp í
þing, en þegar greiða átti atkvæði í stjórnarskrár-
málinu, var honum svo mikið áhugamál að gjalda
því jákvæði sitt, að hann bað samþingsmann sinn,
síra Jakob Guðmundsson á Sauðafelli, um að láta
bera sig upp í þingið. — Til þess kom þó ekki, því að
Ásgeir gamli gat gengið þangað með stuðningi. Þeg-
ar atkvæðagreiðslunni var lokið, orti síra Jakob
þessa vísu:
Hallaðu þér nú hægt á beð,
til himins ef að ferðu,
stórum gylltum stöfum með
stjórnarskrána sérðu.
Ef Gabríel i guðarann
glæstan hengir fána,
eg nær því held að noti hann
nýju stjórnarskrána.1)
H Sbr. J. B. 873 8to,