Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 23
ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM 21
Á höfðingjasetrum eins og Þingeyrum voru „fall-
stykki“, sem skotið var af í viðhafnarskyni við há-
tíðleg tækifæri. Nú átti að skjóta fallbyssuskoti um
leið og kista Bjarna var látin síga í gröfina, en þetta
var ekki hægt vegna þess hversu veðrið var ógur-
legt. —
Bjarni varð Húnvetningum harmdauði og þótti
þeim hann réttsýnn, þótt harður væri, og ekki þótti
þeim eftirmaður hans fylla vel skarðið. Hann var
umboðsmaður yfir jörðum Þingeyraklausturs, þótti
harður landsdrottinn og var því kallaður þyrnibrodd-
ur Húnvetninga, eins og áður er getið. Það er sagt,
að hann jafnvel skyldaði ábúendum svo margar
leigukýr, að smájarðir fóðruðu ekki fleiri, þannig að
ábúandinn gat enga átt sjálfur, — en þetta var ekk-
ert einsdæmi á þeim tímum.
Erfingjar Bjarna pöntuðu stóra marmarahellu yfir
hann, og kom hún til Skagastrandar, en var aldrei
flutt að Þingeyrum, og veit nú enginn, hvað orðið
hefur af henni. — Fyrir rúmum 100 árum mátti sjá
brot úr henni fyrir framan dyr verzlunarhússins á
Skagaströnd. — Á þessari hellu stóð þetta m. a.:
Hrósar nú sigri í himnatrón
herrans útvalið barn og þjón,
blessaða kórónu ber nú hann,
Bjarni Halldórsson sýslumann,
sem hér í veröld vandaði
vel með röksemd sitt embætti.
Ástvinir samt þó sakni hans,
sé þeim sú huggun bezt til sanns:
Ástríðir hann nú ekki neitt,
er honum bezta hvíldin veitt,
ástúðug sjón Guðs andlites,
eilíf vegsemd og tignarsess.