Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 81
SIGURÐUR í ODDAKOTI
19
stutt leið. Bauð Ólöf nú að reiða mætti Sigurð heim
til sín, og var hann svo lagður þversum yfir hnakk-
boga og reiddur heim. En er heim kom, voru skinn-
klæði öll mjög frosin, því að frost var mikið; var þá
tekið fyrir að leggja Sigurð inn í auðan fjósbás til
að þiðna. Gekk svo húsfreyja í baðstofu, kveikti á ljós-
týru, settist á rúm sitt og las húslestur upphátt. En
er komið var fram í lesturinn, var sagt á glugganum:
„Hér sé guð“. Fólkið leit upp og sá, að þar var kom-
inn Sigurður í Oddakoti. Vinnukonan rak upp hljóð,
en Ólöf lét sér hvergi bregða og sagði: „Eg held eg opni
fyrir þér, Sigurður minn“. Sagðist Sigurður hafa
raknað við á leiðinni heim, en hvorki mátt hreyfa legg
né mæla orð fyrr en hann hefði legið nokkra stund í
fjósinu. En nú var úr vöndu að ráða fyrir Sigurði.
Taldi hann líklegt, að fólk mundi ætla hann aftur-
genginn, hvort heldur hann yrði kyrr í fjósinu þar
til einhver kæmi þangað eða færi á stjá. Tók hann
það síðara og gafst eins og áður er getið.