Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 66
64
ÞÁTTUR AF ÞJÓFA-GÍSLA
Sýslumaður stóð þar hjá þeim. Allt í einu segir hann:
„Varið ykkur nú, piltar, að missa ekki böndin, því
að þarna kemur helvítið hann Þjófa-Gísli á Lang-
húsum. Haldi nú hver um sitt, ekki mun af veita!“
Gísli hafði heyrt orð sýslumanns; heilsaði hann
mönnunum og fór að stjáka í kringum þá með mesta
málanda, þar til er hann sá sér færi og stakk tveim
einhögldungum undir hempu sína. Síðan fór hann
heim. — Nokkru síðar færði hann sýslumanni ein-
högldungsól og kvaðst hafa tekið hana, þegar þeir
hefðu verið að búast til að sækja viðinn á dögunum.
„En reyndar tók eg þær tvær“, mælti hann, „og
hinni skila eg ekki; er hún lítil þóknun, sem eg
skenki mér sjálfur á yðar kostnað fyrir nafnið, sem
þér gáfuð mér“. Sýslumaður kvað hann mega eiga
hana. Hafði ólanna ekki verið saknað, og undruðust
menn lagni Gísla við þjófnaðinn. En nafnið festist
við hann, svo að hann var upp frá því nefndur Þjófa-
Gísli.
Sú er sögn gamalla manna, og' styðst hún við ýms-
ar heimildir, að á dögum Gísla voru vetur harðir. —
Það var einn vetur, að við sjálft lá að margir hor-
felldu. Varð Gísli bjargþrota fyrir naut sín, en þó
dróst hann fram með þau; þótti það sæta kyngjum,
og var hann grunaður um þjófnað. Nautamaður á
Valþjófsstað varð þess áskynja, að taða hvarf úr
nautahlöðu á nóttum; grunaði hann Gísla, því að
beðið hafði hann um töðu, en verið synjað. Tók
nautamaður sig til og vakti í hlöðunni, og er leið á
nótt, kom maður í hlöðuna með poka mikinn. Var
það Gísli. Tróð hann töðunni fast í pokann og bjóst
síðan til brottferðar. Gaf nautamaður sig þá í ljós,
bað hann láta lausan pokann og hætta að stéla töð-