Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 82

Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 82
16. Þræll. [Or örnefnalýsingu Reykjastrandar eftir Sigurjón bónda á Skefilsstöðum. Handrit Margeirs Jónssonar]. Lending Reykja á Reykjaströnd er kölluð Reykja- vör, en á tuttugu faðma dýpi austur af henni er fiskimið það, er kallast Þræll. Til þess er saga sú, er nú skal greina. Ingveldur, er byggði Ingveldarstaði til forna, átti þræl, er hún lét róa til fiskjar hvern virkan dag, þegar á sjó gaf. Aflaði þrællinn misjafnlega mikið, eins og gerist og gengur, og ekki virðist hann hafa verið hart haldinn, því að þess getur sagan, að á hverjum sunnudegi hafi hann róið fyrir sjálfan sig. Leitaði hann þá ætíð á sama mið, austur af Reykja- vör, og hlóð fleytuna, en aldrei leitaði hann þangað á virkum dögum. — Sá húsmóðir hans brátt, að und- anbrögð nokkur voru í sjósókn þrælsins, og vandaði um við hann að sækja þangað, sem hann vissi bezt fiskimið. Gegndi þrællinn því fáu og hélt upptekn- um hætti. Þegar Ingveldur hafði ítrekað umvandanir sínar að árangurslausu, lét hún taka þrælinn og binda hann. Var síðan róið með hann út á mið það, sem hann sótti á sunnudögum, bundinn við hann steinn og honum sökkt þar. — Sumir kalla mið þetta Þræla (sbr. „að róa fram á Þræla“). Hefur verið sótt þangað til skamms tíma, og hefur þótt aflast þar vel, ef annars nokkur fiskivon er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.