Gríma - 01.09.1938, Page 82

Gríma - 01.09.1938, Page 82
16. Þræll. [Or örnefnalýsingu Reykjastrandar eftir Sigurjón bónda á Skefilsstöðum. Handrit Margeirs Jónssonar]. Lending Reykja á Reykjaströnd er kölluð Reykja- vör, en á tuttugu faðma dýpi austur af henni er fiskimið það, er kallast Þræll. Til þess er saga sú, er nú skal greina. Ingveldur, er byggði Ingveldarstaði til forna, átti þræl, er hún lét róa til fiskjar hvern virkan dag, þegar á sjó gaf. Aflaði þrællinn misjafnlega mikið, eins og gerist og gengur, og ekki virðist hann hafa verið hart haldinn, því að þess getur sagan, að á hverjum sunnudegi hafi hann róið fyrir sjálfan sig. Leitaði hann þá ætíð á sama mið, austur af Reykja- vör, og hlóð fleytuna, en aldrei leitaði hann þangað á virkum dögum. — Sá húsmóðir hans brátt, að und- anbrögð nokkur voru í sjósókn þrælsins, og vandaði um við hann að sækja þangað, sem hann vissi bezt fiskimið. Gegndi þrællinn því fáu og hélt upptekn- um hætti. Þegar Ingveldur hafði ítrekað umvandanir sínar að árangurslausu, lét hún taka þrælinn og binda hann. Var síðan róið með hann út á mið það, sem hann sótti á sunnudögum, bundinn við hann steinn og honum sökkt þar. — Sumir kalla mið þetta Þræla (sbr. „að róa fram á Þræla“). Hefur verið sótt þangað til skamms tíma, og hefur þótt aflast þar vel, ef annars nokkur fiskivon er.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.