Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 29

Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 29
SÝSLUMANNSHJÓNIN á felli 27 Af Erlendi, kærasta Ástríðar, er það að segja, að hann varð óhamingjusamur maður. Hann kvæntist þó annari sýslumannsdóttur, Karítas, dóttur Sigurð- ar sterka Vigfússonar. Þau bjuggu í mikilli fátækt á Ytri Brekkum í Skagafirði, og að lokum varð hún brjáluð. Þau áttu einn son, er Vigfús hét og kallaður var Brekkna-Fúsi. Hann var dæmdur þjófur og fór í tukthúsið í Reykjavík. Þar var hann, ásamt öðrum fanga, sendur út í Örfirisey eftir stofusandi, sem hafður var á gólf. Þeir voru báðir drukknir, flugust á og fundust dauðir í flæðarmálinu. — Fjalla-Eyvindur, Halla, Arnes og Abraham útilegu- þjófar voru að flækjast norður á Ströndum um þessar mundir, og féll það því í skaut Halldórs sýslu- manns að fanga þau og hafa í haldi á sýslumanns- setrinu. — Auk þeirra var fimmti útileguþjófurinn, Halldór nokkur Ásgrímsson, sem fór um Strandirn- ar. Sýslumaður lét fyrst taka hann fastan og setja í járn heima hjá sér á Felli, en varð svo að sleppa honum síðar, af því að Ástríður sýslumannsfrú, sem var öllum konum naumari, afsagði að fæða hann, ef hann væri hafður iðjulaus í járnum, og taldi að þjóf- urinn væri ekki of góður til þess að vinna fyrir mat sínum. — Sýslumaður varð því að losa hann úr járn- unum og láta hann vinna, en þá sætti Halldór auð- vitað færi og strauk frá Felli, en fyrir þetta varð sýslumaður að gjalda háar sektir síðar. — Það var eftir páskana 1763, að Halldór sýslumað- ur reið norður að Dröngum á Ströndum og náði þar Fjalla-Eyvindi, Höllu og Abraham, en Arnes slapp. Hann flutti þau suður að Felli, en þaðan struku þau svo, og er sagt, að sýslumannsfrúin hefði miklar mæt- ur á Eyvindi og væri þeim hjálpleg, er þau struku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.