Gríma - 01.09.1938, Side 29

Gríma - 01.09.1938, Side 29
SÝSLUMANNSHJÓNIN á felli 27 Af Erlendi, kærasta Ástríðar, er það að segja, að hann varð óhamingjusamur maður. Hann kvæntist þó annari sýslumannsdóttur, Karítas, dóttur Sigurð- ar sterka Vigfússonar. Þau bjuggu í mikilli fátækt á Ytri Brekkum í Skagafirði, og að lokum varð hún brjáluð. Þau áttu einn son, er Vigfús hét og kallaður var Brekkna-Fúsi. Hann var dæmdur þjófur og fór í tukthúsið í Reykjavík. Þar var hann, ásamt öðrum fanga, sendur út í Örfirisey eftir stofusandi, sem hafður var á gólf. Þeir voru báðir drukknir, flugust á og fundust dauðir í flæðarmálinu. — Fjalla-Eyvindur, Halla, Arnes og Abraham útilegu- þjófar voru að flækjast norður á Ströndum um þessar mundir, og féll það því í skaut Halldórs sýslu- manns að fanga þau og hafa í haldi á sýslumanns- setrinu. — Auk þeirra var fimmti útileguþjófurinn, Halldór nokkur Ásgrímsson, sem fór um Strandirn- ar. Sýslumaður lét fyrst taka hann fastan og setja í járn heima hjá sér á Felli, en varð svo að sleppa honum síðar, af því að Ástríður sýslumannsfrú, sem var öllum konum naumari, afsagði að fæða hann, ef hann væri hafður iðjulaus í járnum, og taldi að þjóf- urinn væri ekki of góður til þess að vinna fyrir mat sínum. — Sýslumaður varð því að losa hann úr járn- unum og láta hann vinna, en þá sætti Halldór auð- vitað færi og strauk frá Felli, en fyrir þetta varð sýslumaður að gjalda háar sektir síðar. — Það var eftir páskana 1763, að Halldór sýslumað- ur reið norður að Dröngum á Ströndum og náði þar Fjalla-Eyvindi, Höllu og Abraham, en Arnes slapp. Hann flutti þau suður að Felli, en þaðan struku þau svo, og er sagt, að sýslumannsfrúin hefði miklar mæt- ur á Eyvindi og væri þeim hjálpleg, er þau struku.

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.