Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 65
11.
Þáttur af Þjófa-Gísla.
[Handrit Þorsteins M. Jónssonar eftir handr. Sigfúsar Sig-
fússonar sagnaritara].
Jón sýslumaður, sonur Þorláks biskups Skúlason-
ar á Hólum, hélt Múlasýslu 1670—1711. Hann bjó
lengi á Víðivöllum ytri. Á hans dögum bjó á Fljóts-
dalshéraði maður nok'kur, er Þorsteinn hét og mun
hafa verið Gíslason. Sonur Þorsteins hét Gísli og var
hann snemma margbreytinn í háttum og blandinn,
en þó drengur góður að mörgu. Hann bjó lengi að
Langhúsum og var fátækur. Var hann rummungs-
þjófur, en stal jafnan af efnamönnum og gaf svo á
báða bóga þeim, sem fátækir voru, einkum frumbýl-
ingum. Þegar Gísli var ungur, hafði hann lamazt i
fæti og var upp frá því haltur alla æfi. Kvongaður
var hann og átti börn. Meðan Gísli bjó að Langhús-
um, hélt Valþjófsstað fyrst Magnús prófastur Guð-
mundsson 1733—42 og síðan skáldið Hjörleifur pró-
fastur Þórðarson 1742—86. Sumir segja þó, að Gísli
byggi þar þegar í tíð Páls prests Högnasonar 1712—
33, og er líklegast, að svo hafi verið.
Svo bar það við eitt sinn á Víðivöllum — í tíð Jóns
sýslumanns Þorlákssonar, að því er sagan segir, —
að menn bjuggust í skóg og tíndu til ólarreipi mörg,
því að menn ætluðu að flytja heim viðinn á hestum.