Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 13

Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 13
ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM 11 stöðumönnum. Hann var auðugur, stórvitur, harður og öruggur til allra mála“. — Sem dæmi upp á skap- lyndi Bjarna er sú sögn sögð um hann, að karlmann- lega yrði hann við því, er hann frétti lát Páls sonar síns, sem var hinn efnilegasti maður til fróðleiks; hann dó í Leipzig. Bjarni var staddur á alþingi, þeg- ar honum barst dauðafregnin, og var þá albúinn að ganga til dóma og fylgja málum sínum. Sáu menn honum lítt bregða, og ekki fannst á honum um dag- inn, nema að hann þótti nokkuð fastmæltari en vandi hans var, og að allir hnappar höfðu sprottið af frakka hans. — Páll sonur Bjarna hét eftir afa sínum, Páli lög- manni Vídalín, og er sagt, að Bjarna þætti vænst um hann af börnum sínum, enda var hann efnilegasti piltur. Þegar Páll dó, var Skúli fógeti staddur úti í Kaupmannahöfn og reyndist þá Bjarna sannur vin- ur, enda gleymdi Bjarni honum ekki því vinarbragði hans. Þegar andlátsfregn Páls barst til Hafnar, brá Skúli sér tafarlaust suður til Leipzig og sá um útför hans og gjörði rausnarlegt erfi eins og hann bjóst við að Bjarni hefði óskað. Þegar svo Skúli fór síðai að safna hlutum til innréttinganna í Reykjavík, stóð ekki á Bjarna að leggja fram sinn skerf. Hann lagði fram hæsta tillag, 200 dali, og var honum enginn jafnhár í framlagi, nema Magnús amtmaður Gísla- son á Leirá, en þeir voru þá tveir auðugustu menn landsins. — Þeim Bjarna og Magnúsi amtmanni Gíslasyni var ekkert vel til vina. Einu sinni hafði Bjarni kært amt- ftiann fyrir stjórninni í Kaupmannahöfn og orðið nokkuð harðorður í hans garð, en honum hætti oft við því að vera harðorður. Þeir hittust þá, Bjarni og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.