Gríma - 01.09.1938, Side 13

Gríma - 01.09.1938, Side 13
ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM 11 stöðumönnum. Hann var auðugur, stórvitur, harður og öruggur til allra mála“. — Sem dæmi upp á skap- lyndi Bjarna er sú sögn sögð um hann, að karlmann- lega yrði hann við því, er hann frétti lát Páls sonar síns, sem var hinn efnilegasti maður til fróðleiks; hann dó í Leipzig. Bjarni var staddur á alþingi, þeg- ar honum barst dauðafregnin, og var þá albúinn að ganga til dóma og fylgja málum sínum. Sáu menn honum lítt bregða, og ekki fannst á honum um dag- inn, nema að hann þótti nokkuð fastmæltari en vandi hans var, og að allir hnappar höfðu sprottið af frakka hans. — Páll sonur Bjarna hét eftir afa sínum, Páli lög- manni Vídalín, og er sagt, að Bjarna þætti vænst um hann af börnum sínum, enda var hann efnilegasti piltur. Þegar Páll dó, var Skúli fógeti staddur úti í Kaupmannahöfn og reyndist þá Bjarna sannur vin- ur, enda gleymdi Bjarni honum ekki því vinarbragði hans. Þegar andlátsfregn Páls barst til Hafnar, brá Skúli sér tafarlaust suður til Leipzig og sá um útför hans og gjörði rausnarlegt erfi eins og hann bjóst við að Bjarni hefði óskað. Þegar svo Skúli fór síðai að safna hlutum til innréttinganna í Reykjavík, stóð ekki á Bjarna að leggja fram sinn skerf. Hann lagði fram hæsta tillag, 200 dali, og var honum enginn jafnhár í framlagi, nema Magnús amtmaður Gísla- son á Leirá, en þeir voru þá tveir auðugustu menn landsins. — Þeim Bjarna og Magnúsi amtmanni Gíslasyni var ekkert vel til vina. Einu sinni hafði Bjarni kært amt- ftiann fyrir stjórninni í Kaupmannahöfn og orðið nokkuð harðorður í hans garð, en honum hætti oft við því að vera harðorður. Þeir hittust þá, Bjarni og

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.