Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 70
68
ÞÁTTUR AF ÞJÓFA-GÍSLA
að vakka yfir klyfjunum. Prófastur var þar líka á
varðbergi, því að hann trúði Gísla illa; var líka hans
þolinmæði á þrotum. Loksins sagði Gísli, að sér
leiddist svo biðin, að hann færi einn af stað; fannst
prófasti það sjálfsagt, en í sömu andránni sáu þeir
vinnumanninn koma með hestana. „Eg ætla samt að
fara“, mælti Gísli, „hann nær mér þá innan stundar.
— Viljið þér nú ekki sýna lítillæti yðar og fleygja
upp á með mér, prófastur góður?“ Prófastur var fús
til þess, teymdi hest Gísli á milli klyfja, er þar lágu
sér, hjálpaði til að koma þeim á klakk, og fór svo
Gísli leiðar sinnar. Kom lestamaður að stundu lið-
inni, saknaði einna klyfja og mælti: „Nú hefur djöf-
ullinn hann Langhúsa-Gísli náð einum klyfjunum".
„Nei, það getur ekki verið“, svaraði prófastur, „eg
var alltaf hérna hjá flutningnum og lét svo seinast
upp með honum“. „Þá hefur samt einhver stolið
þeim, því að hérna lágu þær bundnar“, svaraði lesta-
maður. Prófastur vissi hvorki upp né niður í málinu,
tók aftur á hestinn og hélt af stað heimleiðis. —
Löngu síðar færði Gísli prófasti tvo poka og þakk-
aði honum fyrir það, sem í þeim hafði verið. Þekkti
prófastur pokana. Hafði Gísli nýtt innihaldið og tal-
ið það þóknun fyrir gæzluna.
Öðru sinni kom Gísli að bæ í Fljótsdal til bónda
þess, er Guttormur hét. Var hann nú eltur á röndum
og hafður sterkur vörður á honum, en þá var hann
jafnan skæðastur. Leið nú að því, að hann færi af
stað, en á síðustu stundu gat hann gómað sokkhæð
frá kerlingu, sem sat að tóskap, og tók enginn eftir
því, svo að Gísli komst með hana heim til sín. Dag-
inn eftir sendi hann Guttormi aftur sokkbolinn með