Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 32

Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 32
30 SÝSLUMANNSHJÓNIN Á FELLI Það er sagt, að sýslumannsfrúin á Felli væri svo naum, að hún léti oft bera út gamlan mat og fleygja honum, þegar hann var orðinn ónýtur, enda þótt hjúin hjá henni fengju ekki nema hálfan kvið, en við einn mann var hún örlát; það var við Erlend, hinn forna elskhuga sinn. Hann var, eins og áður er sagt, snauður hokrari norður í Skagafirði, en brá sér oft vestur á Strandir til þess að heimsækja Ástríði, einkum ef sýslumaður var í siglingu eða á ferðalög- um út af málastappi sínu, sem oft bar við; þá dvaldi Erlendur tímum saman á Felli við bezta kost og sagt er, að hann færi þaðan með klyfjaða hesta. Halldór sýslumaður Jakobsson átti alla æfi í flókn- um málaferlum, og það má svo segja, að hann hafi lent í þrætum og erjum út af nærri hverri embættis- athöfn sinni, en eitt málið var þó stærst og afdrifa- ríkast fyrir hann, því að það olli því að hann varð að hrökklast úr embætti. Þetta mál var hið svokall- aða Fortúnu-mál, og skal nú sagt frá því. Árið, sem einokunarverzlun Dana lagði upp laup- ana (1787), hrakti kaupfarið „Fortuna“ úr Höfða- kaupstað eða Skagaströnd í ofsaveðri vestur á Strandir og braut þar í spón. Það fórst með öllu, farmi og áhöfn, við Engjanes í Drangavík á Strönd- um. Nokkrir skipverjanna höfðu komizt lifandi í land, en króknað af vosi og kulda. Presturinn í Ár- nesi skrifaði svo sýslumanni og tilkynnti honum strandið, en sýslumaður sinnti því ekki fyrr en eftir sex daga og kom þá loks á strandstaðinn, þó að menn hefðu vænzt hans miklu fyrr. — Þegar sýslumaður fór að heiman í þetta sinn, hafði frú Ástríður, aldrei þessu vön, beðið hann að gæta sín, því að sér segði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Gríma

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.