Gríma - 01.09.1938, Side 10

Gríma - 01.09.1938, Side 10
8 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI Á ÞINGEYRUM eyrum voru mjög flókin, og bar hann þar hærra hlut sem oftast endranær. Það var sagt, að Bjarni hefði haft löngun til að jafna á Gottrup og hefna Odds lögm. Sigurðssonar, sem Gottrup á veldisdögum sínum hafði ofsótt og leikið skammarlega. — Bjarni átti líka í hörðum málaferlum og þrasi við Lafrenz amtmann á Bessastöðum út af deilunni við Gottrup, því að amtmaður var Gottrup vilhallur, en meðan á því stappi stóð, sálaðist hans hágöfgi amtmaðurinn. Þessum málum sínum fylgdi Bjarni svo fast eftir, að hann reið suður að Bessastöðum árið 1744 og stefndi amtmanni dauðum. Hann fór með tvo votta í kirkjugarðinn á Bessastöðum og las tvær stefnur yfir gröf Lafrenz amtmanns. — Einn þeirra mörgu, er Bjarni átti í erjum við, var Skúli fógeti, sem þá var sýslumaður í Skagafirði, en þar mættust tveir harðir. — Elín nokkur Jónsdóttir var skagfirzk að ætt og kölluð Barna-Elín, af því að hún átti mörg börn með ýmsum. Hún var lauslát ,,óþokkakind“ og var á hálfgerðu flakki, en réði sig vorið 1738 að Kaldárdal í Húnavatnssýslu. Eflaust hefir Bjarna sýslumanni ekki þótt nein prýði að Elínu í Húnavatnssýslu, því að um veturinn, í marz- mánuði, tekur hann sig til og rekur hana burtu úr sýslunni og lætur flytja hana nauðuga til Skaga- fjarðar. — Út úr þessari Barna-Elínu urðu miklar deilur á milli sýslumannanna, Bjarna og Skúla, og gekk kerlingin á milli þeirra. Skúli endursendi hana, en Bjarni tók á móti og sendi öfuga aftur, en að lok- um fóru svo leikar, að Skúli sat uppi með kerling- una. Vegabréf eða passa gaf Bjarni Elínu þessari, og hefði eflaust verið fengur í að geta lesið það nú, en því miður er það týnt og tapað. Það er enginn vafi

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.