Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 17
ÞÁTTUR af bjarna SÝSLUMANNI á ÞINGEYRUM 15
aði því með handabandi. Ef einhverjum var kalt,
gaf hann honum löðrung og skipaði að vinna sér til
hita, en þeim, sem var heitt á hendi og honum lík-
aði við, rétti hann brauðbita úr vasa sínum. —
Oft reið Bjarni á engjar til þess að líta eftir vinnu-
brögðum fólksins. Einu sinni kom hann þar að, sem
vinnumaður hans, sem Salómon hét, var að slá, og
atyrti hann sem aðra. Salómon þessi var frískur
maður og sterkur og svaraði hann Bjarna: „Varaðu
folann þinn, lagsmaður; ljárinn skal ganga í þig og
hann, ef þú ferð ekki burtu“. Sagt er, að Salómon
hafi hlaupið undir Bjarna, lyft honum á bak og sleg-
ið í með orfinu, en Bjarni hafi ekki skammað Saló-
mon eftir það. — Óknyttastrákum var oft komið til
Bjarna, og komu þeir ávallt aftur úr vistinni nýir
og betri menn. —
Bjarni sýslumaður var góður við vinnufólk sitt á
milli og hélt því á hverjum vetri mikla jólagleði i
stórum skála, sem annarhvor þeirra, hann eða Gott-
rup, höfðu látið reisa á Þingeyrum, og tók þá sjálfur
þátt í gleðinni með börnum sínum. Þar voru ýmsir
leikir hafðir um hönd. — Sigurður hét böðull Bjarna,
huglítill maður, en sterkur og hrakmenni mesta.
Þegar mikið var um að vera og marga og mikið
þurfti að flengja, var Árni böðull í Skagafirði feng-
inn honum til aðstoðar. — í einni jólagleðinni á
Þingeyrum vildi svo til, að Þorbjörg dóttir Bjarna,
er síðar átti Jón vicelögmann Ólafsson, átti að leika
með Sigurði böðli. Hraut henni þá þessi baga af
munni: