Gríma - 01.09.1938, Page 22
20 ÞÁTTUR AF BJARNA SÝSLUMANNI á ÞINGEYRUM
inn til stefnudags. Um þetta kveður Grímur Thom-
sen:1)
Á barmi grafar beiskan róm
brýndi inn heiftargjarni:
Lafrenz fyrir Drottins dóm
dauðum stefndi Bjarni.
Skömmu síðar sjálfur var
sviplega burt kallaður,
stefnufrestinn fékk ei þar
feigur sýslumaður. —
Slys við útför steðja hans,
slitna hankasilar
og í kistu keisberans
klampi og planki bilar.
Á enda kistan ofan hrökk,
og úr henni höfðagaflinn,
en nárinn þrútni nakinn sökk
niður í moldarskaflinn.
Heljarfrost og hulin sól
hríms var grárri móðu,
alla næddi og alla kól,
er yfir hans moldur stóðu.
Aflaga söngur illa gekk,
enginn hafði lagið;
klerkur sökum kulda ei fékk
kastað mold á hræið.
Deildu menn ei dauða við!
Dómsins allir bíða,
og hver sem grafar glepur frið,
geldur þessa síðar.
i) Gr. Th., Ljóðmæli, Khöfn 1895, bls. 108.