Gríma - 01.09.1938, Síða 42
40
REYNISTAÐARBRENNA
Þóra suður á land og fór alla leið austur að Breiða-
bólsstað í Fljótshlíð og heimsótti Brynjólf sýslumann
Þórðarson, sem þá var orðinn ellihrumur og karlæg-
ur. Þaðan reið hún svo til alþingis, og er sagt, að
henni hafi gefizt mi'kið fé í þeirri ferð. — Þetta sum-
ar var byrjað á því að reisa hús á Reynistað að nýju,
en í það gengu mörg vorin næstu. — Þar dó frú Þóra
biskupsfrú haustið 1767.1)
4.
Berdreymi.
[Eftir sögn frú Jóhönnu Jónasdóttur á Oddeyri, en henni
sagði sá, er drauminn dreymdi. 1906. Þ. M. /.].
Aðfaranótt hins 7. febrúar 1906 dreymdi ungfrú
Láru Ólafsdóttur, að hún þóttist ganga eftir Strand-
götunni á Oddeyri og sjá að hús þeirra Methúsalems
kaupmanns Jóhannssonar og Sigvalda kaupmanns
Þorsteinssonar lágu bæði í brunarústum.
Um morguninn sagði hún við stúlku eina, er hjá
henni var, að hún væri viss um að hús þessi brynnu,
áður en langt um liði. Næstu nótt á eftir kviknaði í
báðum þessum húsum. Brann hús Methúsalems
kaupmanns til kaldra kola, en í húsi Sigvalda kaup-
manns var hægt að slökkva áður en meira brann en
annar gaflinn, en mjög lá nærri, að það brynni alveg.
i) Sbr. J. S. 292 4to.