Gríma - 01.09.1938, Síða 45
SELVEIÐIFARIR A DRÖNGUM
43
með sér tvo vinnumenn föður síns. Þegar í skerið
kom, lágu nokkrir selir þeim megin við gjána, sem
þeir lentu, og gátu þeir drepið fjóra, en þegar að
gjánni kom, treystist hvorugur til að hlaupa yfir og
snéru frá við svo búið, réru til lands og sögðu karli
föður sínum, hvernig þeim hefði gengið. —
Þegar Sigurður karlinn heyrði, hversu selveiði
þeirri hafði gengið þeim illa, varð hann óður og upp-
vægur yfir ódugnaði sona sinna og sagði: „Mikil
klofaskíði eruð þið“. En klofaskíði mun vera lélegt
rekatré, klofið í enda, og síðan bætti karl við: „Ekki
mundi mér verr hafa farið, þótt eg sé gamall“. —
Daginn eftir var svo karl snemma á fótum, og var
þá enn sama kjörviðrið. Þá sagði Sigurður gamli við
syni sína: „Nú ætla ég fram, þó að það verði til lítils,
þar sem þið styggðuð allan selinn í gær“. Síðan tek-
ur hann sonu sína báða með sér og annan vinnu-
manninn, svo að þeir yrðu fjórir. — Með sér hafði
hann svo „hnallinn sinn“ eða rótarkylfuna miklu,
og réru þeir síðan fram til skersins. —
Þegar fram í skerið kom, mælti Sigurður: „Slepp-
ið þið mér upp, en verið þið kyrrir hjá bátnum“.
Síðan stökk hann upp úr bátnum og hljóp yfir sker-
ið, en þegar að gjánni kom, hóf hann sig á loft og
stökk yfir hana með hnallinn í hendinni. — Eftir of-
urlitla stund heyrðu þeir að karl var farinn að kalla,
og sagði hann þeim að koma með bátinn þangað sem
hann stóð. Þar lágu 18 selir, sem hann hafði rotað,
og virtist þeim sem hann hefði valið þá stærstu úr
hópnum, því að auðvitað höfðu margir steypt sér í
sjóinn og sloppið. — Sigurður gamli hafði gengið
vel fr>á kópum þessum, svo að á mörgum höfðu bæði
augun hrokkið út úr höfðinu; svo höfðu högg hans