Gríma - 01.09.1938, Síða 45

Gríma - 01.09.1938, Síða 45
SELVEIÐIFARIR A DRÖNGUM 43 með sér tvo vinnumenn föður síns. Þegar í skerið kom, lágu nokkrir selir þeim megin við gjána, sem þeir lentu, og gátu þeir drepið fjóra, en þegar að gjánni kom, treystist hvorugur til að hlaupa yfir og snéru frá við svo búið, réru til lands og sögðu karli föður sínum, hvernig þeim hefði gengið. — Þegar Sigurður karlinn heyrði, hversu selveiði þeirri hafði gengið þeim illa, varð hann óður og upp- vægur yfir ódugnaði sona sinna og sagði: „Mikil klofaskíði eruð þið“. En klofaskíði mun vera lélegt rekatré, klofið í enda, og síðan bætti karl við: „Ekki mundi mér verr hafa farið, þótt eg sé gamall“. — Daginn eftir var svo karl snemma á fótum, og var þá enn sama kjörviðrið. Þá sagði Sigurður gamli við syni sína: „Nú ætla ég fram, þó að það verði til lítils, þar sem þið styggðuð allan selinn í gær“. Síðan tek- ur hann sonu sína báða með sér og annan vinnu- manninn, svo að þeir yrðu fjórir. — Með sér hafði hann svo „hnallinn sinn“ eða rótarkylfuna miklu, og réru þeir síðan fram til skersins. — Þegar fram í skerið kom, mælti Sigurður: „Slepp- ið þið mér upp, en verið þið kyrrir hjá bátnum“. Síðan stökk hann upp úr bátnum og hljóp yfir sker- ið, en þegar að gjánni kom, hóf hann sig á loft og stökk yfir hana með hnallinn í hendinni. — Eftir of- urlitla stund heyrðu þeir að karl var farinn að kalla, og sagði hann þeim að koma með bátinn þangað sem hann stóð. Þar lágu 18 selir, sem hann hafði rotað, og virtist þeim sem hann hefði valið þá stærstu úr hópnum, því að auðvitað höfðu margir steypt sér í sjóinn og sloppið. — Sigurður gamli hafði gengið vel fr>á kópum þessum, svo að á mörgum höfðu bæði augun hrokkið út úr höfðinu; svo höfðu högg hans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.