Gríma - 01.09.1938, Síða 50
6.
Drangeyjarför Jóhanns Schrams 1839.
[Handrit Oskars Clausens sagnaritara].
Jóhann Schram var sonur Gynthers Schrams
kaupmanns í Spákonufellshöfða eða Skagaströnd og
Önnu fyrri konu hans. — Gynther Schram var
merkur maður og einbeittur, og má þar til taka,
hversu hann hafði í fullu tré við „hans hátign“ Jör-
und hundadagakonung, þegar Jörundur varð að taka
til skammbyssu sinnar og miða henni á Schram
kaupmann í skrifstofu hans í Spákonufellshöfða, til
þess að fá vilja sínum framgengt. En frú Anna
Schram var laus á kostum og hljóp frá manni sín-
um með Bonnesen sýslumanni og átti hann síðar.
Synir Schramshjónanna, sem bæði voru dönsk, voru
hæfileikamenn í ýmsar áttir, en ekki lausir við smá-
brellur. — Jóhann hafði verið nokkur ár í Kaup-
mannahöfn og lært silfursmíði, en var nú kominn
heim og hélt til hjá síra Páli á Brúarlandi í Skaga-
firði. —
Það var vorið 1839, að Jóhann fékk menn með sér
og reri til Drangeyjar, og skal hér sagt frá þeirri
frækilegu för hans. — Jóhann var afar fimur bjarg-
göngumaður og eftir því hugaður við bjargsig. Þann-
ig kom hann sigi í drang þann, er eyjan dregur nafn
af, en kallaður er Kerling, og hljóp upp á topp hans.