Gríma - 01.09.1938, Page 54
8.
Óspektir Englendinga við Skjálfanda.
[Eftir ýmsum heimildum. Síðasta sagan eftir handriti Sig-
urjóns Þorgrímssonar, fyrrum veitingamanns á Húsavík. /. /?.]
Allt frá byrjun 15. aldar hafa útlendar þjóðir
stundað fiskveiðar hér við land. Munu Englendingar
hafa orðið fyrstir til þess, en síðar komu Hollending-
ar og Frakkar í sömu erindum. Víða er þess getið í
annálum, að útlendir sjómenn hafi framið hér rán
og gert ýmsar óspektir, og kvað mest að því á 15. og
16. öld, en upp frá því urðu viðskipti þeirra við
landsmenn í alla staði friðsamlegri. Má geta þess
Hollendingum til lofs, að þeir virðast aldrei hafa
verið við neinar óspektir riðnir, heldur jafnan farið
með friði. Þrátt fyrir batnandi hegðun útlendu sjó-
mannanna hér við land, hafa þeir þó alltaf öðru
hvoru gert ýmis konar óskunda og jafnvel framið
rán, og skulu hér nefnd þess nokkur dæmi frá síð-
ara hluta 19. aldar.
Það mun hafa verið sumarið 1856, að enskir sjó-
menn komu til Grímseyjar, skutu þar bjargfugl á
eggjum og höfðu í hótunum við eyjarskeggja, er að
var fundið. Varð út af þessu talsverð rekistefna, svo
að send var kæra til ensku stjórnarinnar, en í júní-
mánuði árið eftir kom enski fallbyssubáturinn