Gríma - 01.09.1938, Page 56

Gríma - 01.09.1938, Page 56
54 ÓSPEKTIR ENGLENDINGA VIÐ SKJÁLFANDA stúlkuna ofbeldi, svo að konan hafi orðið að fela hana í eldhúsinu. Er það þó ef til vill ofmælt, því að ekki er þess getið í „Norðanfara", sem segir frá þessum atburði. Einhverjum af heimafólkinu tókst að komast inn að Látrum, sem þó er alllöng og erfið leið, og var þá þegar brugðið við og farið til Kefla- víkur. Voru sjómennirnir þá allir á brott farnir, en höfðu þó rænt einhverju og þar á meðal ivílembdri á. Á miðsumri 1877 bar svo við sem oftar, að tvær enskar skútur lögðust á Húsavíkur'höfn. Þórður Guð- jóhnsen var þá verzlunarstjóri fyrir Örum & Wulff á Húsavík. Var hann á bezta aldursskeiði, hraustur maður, snar og harðfengur og lét ekki allt fyrir brjósti brenna, þegar því var að skipta, þótt hann annars væri merkismaður á alla lund og hinn bezti drengur. — Skömmu eftir það er búðum var lokað um kvöldið, komu þrír skipverjar frá borði og vildu fá að komast í búð, en var synjað um það, og fóru þeir þá allir inn í veitingahús, sem stóð örskammt austan við verzlunarhúsin, til þess að fá sér hress- ingu. Voru tveir þeirra fullorðnir menn, og annar rumur mi'kill að vexti, en sá þriðji var unglingur. Veitingamaður var þá Sveinn Víkingur Magnús- son, faðir Benedikts ritstjóra og alþingismanns. Sátu skipverjar hjá honum fram á háttatíma og hafa að líkindum verið orðnir góðglaðir, þegar þeir lögðu af stað þaðan. íbúð verzlunarstjóra og sölubúðin voru undir sama þaki, og sneri það hús austur og vestur; voru aðaldyr að sunnan, en bakdyr að norðan, og var íbúðin í vesturendanum. Búðarmenn hjá Guðjóhn- sen voru þrír, þeir bræður Valdemar og Ólafur Da-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.