Gríma - 01.09.1938, Page 61

Gríma - 01.09.1938, Page 61
10. Tungufólkið á Svalbarðsströnd. [Handrit Stefáns Jónssonar á Munkaþverá]. í Árbókum Espólíns er þess getið við árið 1751, að þjófur nokkur, Sigurður Guðmundsson að nafni, hafi strokið úr haldi frá Þórarni Jónssyni sýslu- manni á Grund; hafi hann komizt út á Svalbarðs- strönd og gert sig enn sekan um þjófnað, en náðst og verið hengdur þar niður við sjóinn. Sigurður þessi var umrenningur og líklega eitthvað kominn yfir tvítugt. Hann sóttist meðal annars eftir því að stela kjöti úr eldhúsum, þar sem hann var nætur- sakir. Þegar hann var spurður að, hvernig hann færi að ná kjöti, sem væri hátt uppi í eldhúsrótinni, sagð- ist honum svo frá, að þegar hann kæmi í eldhús að nóttu til, í þeim tilgangi að stela ein'hverju, þá kæmi til hans svartur hundur með ljós á skottinu; en þeg- ar hann stígi upp á bakið á honum, þá hækkaði hundur þessi, svo að hann næði hverju, sem hann girntist, hversu hátt sem upp í rótina væri. Þá bjó í Tungu á Svalbarðsströnd bóndi sá, er Halldór hét; ekki er þess getið, hvers son hann var, en kona hans hét Margrét Þorsteinsdóttir. Þau hjón áttu þrjú börn, er hétu Valborg, Sigurveig og Þor- steinn; mun hann hafa verið yngstur þeirra. Heldur þótti fólk þetta vera lítilsiglt og fór af því misjafnt

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.