Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 69
ÞÁTTUR AF ÞJÓFA-GÍSLA 67
og hrekki, en hvorki sagður þjófur né umrenningur.
Gísli hefur búið lengi á Langhúsum, því að sagt
er, að hann væri þar enn, þegar Hjörleifur prófastur
Þórðarson tók staðinn 1742, og eitthvað lengur.
Hafði Gísli í glettingum við prófast sem við hina
fyrri presta þar. — Nú var það hinn svonefnda
brunafellisvetur, að Gísla skorti heybjörg. Fór hann
þá að föngum á nóttum og lét greipar sópa um hey-
forðabúr nágranna sinna, sem birgir voru. Flutti
hann heyið heim á rauðum hesti, er hann átti og
kallaði Graða-Rauð. Um vorið var hann spurður,
hvernig hann hefði komið fram gripum sínum, þar
sem hann hefði þegar verið bjargarþroti öndverðan
vetur. Þá svaraði Gísli: „Það veit nú Guð og hann
Graði-Rauður, hvernig Langhúsa-Gísli kom fram án-
um sínum brunafellisveturinn, en skömm hefði það
verið að láta Langhúsa-ærnar drepast ur hor, meðan
nóg taða væri til í sveitinni, og það á næsta bæ, Val-
þjófsstað“. Margir bændur felldu gripi sína þetta
vor, en Gísli hélt sínum. Það hugðu menn, að hann
hefði oftast sótt heyið norður að Valþjófsstað, og
helzt í Hvamminn, sem þar er gagnvart, norðan ár-
innar.
Eitt sinn sem oftar fóru nokkrir Fljótsdælir i
kaupstað á Eskifjörð, þar á meðal prófastur lausríð-
andi og vinnumaður hans með lest; Þjófa-Gísli frá
Langhúsum slóst og með í förina. Tóku þeir út mat-
vöru og ýmislegt fleira og bjuggust síðan að fara
upp yfir. Tók Gísli hesta sína og ætlaði að verða
samferða lestamanni prófasts; lágu klyfjarnar
bundnar á sama stað. En þá vantaði reiðhesta pró-
fasts, og fór lestamaðurinn að svipast að þeim; fann
hann þá ekki lengi dags, og fór Gísla þá að leiðast
5*