Gríma - 01.09.1938, Qupperneq 75
FLOGA-SVEINN
73
heita væðar hverju barni.1) — Á meðan Sveinn var í
Flögu, höfðu honum verið gerðir nýir leðurskór, og
var hann í þeim, þegar hann drukknaði. Þegar þeir
félagar fundu lík hans, er sagt að Sigurður hafi slit-
ið skóna af honum, slegið þeim í óæðri enda honum
og sagt, að ekki skyldi hann fylgja sér, helið að
tarna, — eins og hann risti á. Hirti Sigurður skóna
og hafði heim með sér. Bjarni reiddi síðan líkið
heim að Myrká, og var það lagt til í hesthúskofa
niður undan bænum, þar sem kölluð er Smiðju-
tunga. Síðan var smíðað utan um það og jarðsett.
Fljótlega eftir jarðarför Sveins varð þess vart, að
hann lægi ekki kyrr í gröf sinni, og er á leið vetur-
inn, kvað svo ramt að afturgöngu hans, að næstum
því hvert mannsbarn í Hörgárdal þóttist sjá hann, og
það oft engu að síður á björtum degi en þegar húm-
að var. Hann birtist mönnum að jafnaði í því
ástandi, að hann virtist vera að fá flog; og þótt flest-
um hefði orðið nóg um að sjá hann fá þau í lifanda
lífi, þá kastaði fyrst tólfunum að sjá afturgöngu
hans í slíkum ham. Þess ber iþó að geta, að Sigurður
í Flögu varð hans aldrei var, og aldrei bar á neinum
reimleikum í nánd við hann. — Síra Páll á Myrká
hafði átt reiðhest, er honum þótti mjög vænt um;
var hann kallaður Hnúkur. Um þessar mundir var
hesturinn orðinn gamall, svo að prestur lét slá hann
af og dysja í Sulthól, sem stendur skammt upp frá
Hörgá, og var uppáhalds-hundur prests lagður í
sömu dys. Það var oft, að ýmsir sáu Svein ríðandi á
J) í prestþjónustubók Myrkársóknar stendur, að Sveinn Gísla-
son, hreppsómagi frá Flögu, 27 ára, hafi drukknað í Myrká
27. okt. 1856; jarðaður að Myrká 1. nóv. /. R.