Gríma - 01.09.1938, Síða 76
74
FLOGA-SVEINN
Hnúk, og elti þá hundurinn. Um það ortu þeir
Hrauns-bræður, Jón og Jónas, þetta erindi:
Aðferð Sveins er ekki mjúk
með afturgöngum talin,
þegar hann fer að þeyta Hnúk
um þveran Hörgárdalinn.
Þegar nokkuð var liðið fram á veturinn, var farið
að hýsa hross í kofanum, þar sem lík Sveins hafði
staðið uppi. Um tíma var eldishestur hýstur þar, en
einn morgun, er komið var í kofann, var hesturinn
tvöfaldur í tóttardyrunum og steindauður. Lá haus-
inn aftur með bógnum, og svo var hann fastur, að
honum varð með engu móti náð þaðan, nema rífa
kampinn annars vegar dyranna, er bæði voru lágar
og þröngar. Þeim, er á þetta sáu, þótti allt með þeim
ólíkindum, að ekki gæti annað komið til mála en að
þarna hefði Sveinn verið að verki.
Það er af Bjarna vinnumanni að segja, að hann
varð hart úti í þessu efni, og gerði afturgangan sér
ekki eins dælt við nokkurn annan mann. Svo var hí-
býlum háttað á Myrká, að baðstofa var í þrem hólf-
um; syðst var hús, sem presturinn svaf í; þá var
miðbaðstofa, þar sem vinnufólkið svaf, og var geng-
ið inn í hana úr göngunum, en beint á móti dyrun-
um var rúm Bjarna vinnumanns.. Urðu svo mikil
brögð að aðsóknum Sveins, að Bjarni gat engrar
hvíldar notið. í hvert skipti, sem hann ætlaði að
festa blund, þótti honum Sveinn koma að rúminu og
ógna sér. Hrökk hann þá jafnan upp og gat með
engu móti sofnað. Varð prestur að vaka yfir Bjarna
og tókst honum jafnan að bægja Sveini frá, svo að
friður var þá stundina. Fór þessu fram um hríð, en