Gríma - 01.09.1938, Blaðsíða 78
14.
Jón úlfaldi.
[Handrit Oscars Clausens].
Hann var sagður hálfbróðir Eiríks sýslumanns
Sverrissonar og því Skaftfellingur að ætt og upp-
runa. Hann kom skömmu eftir aldamótin 1800 norð-
ur að Skjaldabjarnarvík á Ströndum og er sagt, að
hann stryki norður af því að hann væri grunaður
um peningastuld eystra og að þar hafi hann yfirgef-
ið konu sína. - Bóndinn í Skjaldabjarnarvík hét Gísli,
knár maður og mikil skytta, og tók hann vel á móti
Jóni og veitti honum vist hjá sér. Gísli sagði kunn-
ingjum sínum, að Jón hefði komið með tvær svipti-
kistur til sín, en önnur hafi verið svo þung, að hann
hafi með naumindum getað lyft henni frá jörðu.
Þessi kista hvarf svo síðar, en það héldu menn, að í
henni væru peningarnir, sem Jón var grunaður um
að hafa stolið fyrir austan. — Peninga þessa gróf
svo Jón eða dysjaði í urð og lét feiknastóra hellu of-
an á þá, því að karlmenni var hann hið mesta.
Jón var bæði skarpgáfaður og skapharður, og eitt
sinn varð honum sundurorða við Gísla bónda. Þá
þreif hann stórt sax og ætlaði að leggja í Gísla, en
Gísli greip þá byssu sína, sem var hlaðin, og lét Jón
þá saxið falla sér úr hendi.
Jón þótti forspár, og er þessi saga sögð um það.