Gríma - 01.09.1945, Side 5
1.
Saga Víðidals eystra.
[Handrit Guðjóns Brynjólfssonar i Skálholti.]
I. Lega og landslag.
Uppi í hálendinu á bak við Álftafjarðardali eystra,
Geithellna- og Hofsdal, liggur dalur sá, er Víðidalur
heitir; hann er grasi vaxinn, og uppi í hlíðunum eru
birkikjörr allvíða, en á grundunum meðfram ánrii,
sem eftir dalnum rennur og Víðidalsá heitir, eru víði-
runnar á víð og dreif. Dalurinn mun liggja frá suð-
austri til norðvesturs og vera á að gizka 15—18 kíló-
metrar á lengd, en botn hans hefur mælzt vera 439
metra yfir sjávarmál. Sunnan dalsins er allhá heiði, er
Kollumúlaheiði heitir, en hins vegar við þá heiði er
djúp dalskora, og eftir henni rennur Jökulsá fram í
Lón, en upptök sín á hún í Vatnajökli vestanverðum.
Dalskora þessi liggur mun lægra en Víðidalur, og í
hlíðum hennar að norðanverðu er afar mikill skógur,
einn af hinum stærstu, sem til eru á Austurlandi; má
vafalaust telja, að þar sem skógi þessum hefur ekki
verið eytt af mannahöndum frá því fyrir síðustu alda-
mót, þá muni hann nú ganga næst Hallormsstaða-
skógi, sem talinn er einna stærstur á landi voru. — Við
1*