Gríma - 01.09.1945, Blaðsíða 7
Grxma]
SAGA VÍÐIDALS EYSTRA
5
þessa síðarnefnda jökuls mun vafalaust hafa geymzt
frá fornöld, og fleiri slík örnefni eru til í áðurnefndum
dölum. 1 Geithellnadal er Þrándará, ÞrándarhoJt og
Þrándargil, og í Hamarsdal sunnanverðum Þrándar-
nes. Munu örnefni þessi eiga öll við sama mann, sem
hefur borið þetta nafn.
Greiðfærasta leiðin til aðdrátta til Víðidals lá um
Múladal í Álftafirði. Þeim, sem þekkja fjalllendi
Austurlands, getur ekki blandazt hugur um, hversu
erfiður vegur þetta hefur verið. Á einum stað, innst
við drög Múladals, lá vegurinn upp klif, þar sem á
hverju vori þurfti að ryðja götuna, svo að hún yrði
hestum fær. Þegar komið er upp úr klifi þessu, taka
við sléttar melöldur, og er hærra dregur, opnast all-
breið lægð í hrauninu; liggur hún til suðvesturs, og
var farið eftir henni, en er hana þrýtur, blasir Múla-
heiðin við, sem. er sunnan megin dalsins, eins og áður
er sagt.
Tvö býli voru áður í Geithellnadal, Þormóðs-
hvammar Geithellna megin, og Hvannavellir Múla
megin. Eru Hvannavellir töluvert innar, og þaðan er
fimm til sex klukkustunda lestaferð í Víðidal. Má af
þessu marka, hve vegalengdin er mikil frá þjóðvegi,
sem um sveitina liggur. Síðasti ábúandi á Hvannavöll-
um var Sigfús Jónsson og flutti hann þaðan vorið 1884
í Víðidal, svo sem síðar verður frá sagt. Stytzta leið frá
byggð og í Víðidal er frá Markúsarseli í Álftafirði, og
er það minnst sex klukkustunda gangur fyrir klyfja-
hesta. Þegar þessi leið var farin, var gengið upp frá
bænum á Markúsarseli og upp á hæsta hnjúk fjallsins,
sem Stokkur heitir, og inn eftir fjallinu, sunnan við
Hofsjökul, en frá vesturbrún jökulsins er rúmlega
einnar stundar gangur að bænum í Víðidal, sem stóð