Gríma - 01.09.1945, Qupperneq 8
6
SAGA VÍÐIDALS EYSTRA
[Grima
utarlega í dalnum á sléttri grundu. Frá bænum sést
Hofsjökull í austri, Múlaheiði í suðri, í vestri sést á
hæsta hnjúk Geldingafells, en í norðri er hlíðin, sem
iiggur upp á hálendið.
Stundum var farið til aðdrátta fram í Lón, og lá sú
leið fram með Jökulsá út Eskifellsfjöll; á einum stað
var þar torleiði, sem oft varð að ryðja. Síðustu búend-
ur i dalnum höfðu að mestu verzlunarviðskipti sín á
Papós þau fjórtán ár, sem þeir bjuggu þar. Síðan
byggðin þar var lögð niður, tilheyrir landsvæði þetta
Stafafelli, og árlega eru geldneyti rekin þangað til
hagagöngu að sumarlagi; fara því gangnamenn leið
þessa vor og haust. — Enn mun sjást votta fyrir óljós-
um götutroðningum úr drögum Múladals í Víðidal.
II. Sagnir og munnmæli.
a. Sauðaleitin.
Þegar Jón Markússon og Valgerður Ólafsdóttir
bjuggu í Eskifelli eða Valskógsnesi í Stafafellsfjöllum,
bar svo við eitt haust, að Jón vantaði 7 fullorðna sauði,
sem gengu í Kollumúla og hálendinu þar vestur af.
Vetur gekk snemma í garð með norðanátt, frosthörkum
og snjókomu; leið svo fram á jólaföstu, að ekki brá til
batnaðar, en þá gerði stillur og dró úr frosti. Einn
morgun árla reis Jón snemma úr rekkju og bjóst með
skyndi til ferðar í Kollumúla til að vitja um sauðina;
gekk honum ferðin greiðlega í Múlann og fann hann
brátt suma sauðina; hélt hann svo leitinni áfram, unz
hann hafði fundið þá alila, en þá var tekið að rökkva,
er hann lagði af stað úr Múlanum heimleiðis með
sauðina. Rak hann þá fram eftir gljúfrinu, sem var