Gríma - 01.09.1945, Side 9

Gríma - 01.09.1945, Side 9
Gríma] SAGA VÍÐIDALS EYSTRA 7 á samfelldum, þykkum ís eftir langvinn hörkufrost. Tungl var vaxandi, en með 'ljósaskiptum tók að syrta í lofti, og þegar hann hafði farið um stund fram eftir gljúfrinu, bar fyrir hann undarlega sýn; virtist honum hann sjá daufa elda loga með braki og reyk. Jón var maður einhuga og karlmenni að burðum og hélt hik- laust áfram eftir gljúfrinu, en því lengur sem hann gekk, því meira mögnuðust eldarnir, og brestir og brak fór sívaxandi. Leið nú óðum á kvöldið, og fór honum ekki að lítast á blikuna. Þegar kemur fram undir Kamba, er örðug- asti kaflinn á þeirri leið í Stafafellsfjöllum, en þar er eini staðurinn, sem fær er til uppgöngu úr gljúfrinu, eftir skriðu eða gjótu norðan megin Jökulsár. Þar tók Jón það ráð, að stöðva sauðina, sem virtust vera orðnir hálftrylltir, og ráðast síðan til uppgöngu úr gljúfrinu. Gekk hann að þessu af kappi miklu og tókst það, en er upp á Kamba var komið, hraðaði hann ferð sinni sem mest hann mátti og náði heim til sín í vökulok, aðfram kominn af þreytu. Hann var í viku að jafna sig eftir ferð þessa, og á efri árum sínum, þegar hann var flutt- ur að Hlíð í sömu sveit, sagði hann svo frá, að hann teldi þetta hina mestu þrekraun, sem hann hefði kom- izt í um ævina. Skömmu eftir þetta gerði hörð veður með frosti og fannkomu, og hélzt sú tíð fram eftir jan- úar, en þá gerði aftur góða tíð, og fór Jón þá enn að nýju að vitja sauðanna. Fann hann fjóra þeirra þar innra í Eskifellsfjöllunum, þjakaða mjög, en hina þrjá sundurtætta fyrir neðan hamrana í gljúfrinu; voru bein þeirra skinin og ber, eins og kjötið hefði verið af þeim skafið. — Á þeim tímum var það trú manna, að tröll hefðu bústað í Jökulsárgljúfri, og vafalaust hafa þá gengið ýmsar sögur af þeim, þótt flestar þeirra muni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.